The New Post Office

Gisting í hjarta Vestmannaeyja.
Upplifðu ævintýrin.

Íbúðirnar í Nýja Pósthúsinu eru fullbúnar 28 til 38 fermetrar að stærð. Í öllum íbúðum er sér baðherbergi, fullbúið eldhús, eldhúsborð, stofa og svalir. Í íbúðunum eru annað hvort tvíbreið rúm eða tvö einbreið rúm ásamt svefnsófa í stofunni. Í stofunni er líka snjallsjónvarp með aðgang að Netflix. Við bjóðum gestum okkar að sjálfsögðu upp á frítt WiFi. Í Nýja Pósthúsinu hafa gestir okkar aðgang að sameiginlegu rými þar sem er klakavél og setustofa, aðgangur að geymslu þar sem t.d. er hægt að geyma hjól eða golfsett, og svo bjóðum við upp á stærsta sólpall Vestmannaeyja.

Nánar um íbúðirnar.

Nýja-pósthúsið-íbúð
Nýja-pósthúsið-svefnherbergi
Nýja-pósthúsið-stofa

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar eru við suðurströnd Íslands. Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir stórbrotna náttúrufegurð og eiga sér langa sögu, allt frá landnámi. 

Komdu til Vestmannaeyja og upplifðu ævintýrin. 

Hvernig kemst ég til Vestmannaeyja?