Um Nýja Pósthúsið

Saga hússins
Húsið var byggt árið 1911 og var aðal símstöð Vestmannaeyja til ársins 1950 en þá var því breytt í pósthús Vestmannaeyja. Flestir Eyjamenn þekkja húsið sem „Gamla Pósthúsið“ svo þegar við eignuðumst húsið þótti okkur erfitt að breyta nafni þess mikið, Nýja Pósthúsið varð fyrir valinu og er því tákn um nýja tíma í húsinu en um leið varðveitum við söguna um fornfrægt hús hér í bænum.

Breytingarnar á húsinu gengu hratt og vel fyrir sig enda var hópur af fagmönnum sem kom að verkinu. Okkar markmið var ekki bara að gera glæsilegt íbúðahótel heldur skapa einstaka upplifun fyrir gesti okkar og gera dvöl þeirra  notalega.

Íbúðahótelið
Íbúðirnar í Nýja Pósthúsinu eru fullbúnar 28 til 38 fermetrar að stærð. Í öllum íbúðum er sér baðherbergi, fullbúið eldhús, eldhúsborð, stofa og svalir. Í íbúðunum eru annað hvort tvíbreið rúm eða tvö einbreið rúm ásamt svefnsófa í stofunni. Í stofunni er líka snjallsjónvarp með aðgang að Netflix. Við bjóðum gestum okkar að sjálfsögðu upp á frítt WiFi.

Í Nýja Pósthúsinu hafa gestir okkar aðgang að sameiginlegu rými þar sem er setustofa og klakavél, aðgangur að geymslu þar sem t.d. er hægt að geyma hjól eða golfsett, og svo bjóðum við upp á stærsta sólpall Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar eru eyjaklasi syðst á Íslandi sem samanstendur af 16 eyjum. Stærsta eyjan er Heimaey en þar búa um það bil 4300 manns. Vestmannaeyjar er rík af sögu, allt frá Tyrkjaráninu árið 1627 til eldgossins 1973 og er eyjan frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna. Mikið fuglalíf er í Vestmannaeyjum og stór hluti lunda á Íslandi heldur til í Eyjum. Í Eyjum má einnig finna einn fallegasta golfvöll landsins, frábærar göngu- og hlaupaleiðir, söfn, skemmtilega matarmenningu og svo margt fleira!

Árlega eru stórir viðburðir í Eyjum, sjá meira um gistingu í Vestmannaeyjum.