Hvernig kemst ég til Vestmannaeyja?

Herjólfur siglir allan ársins hring milli lands og eyja.

Daglegar brottfarir eru frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja, en í einstaka tilfellum siglir ferjan milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.

Siglingin milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja tekur 35-40 mínútur, akstur milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar er tæplega 2 tímar. Siglingin milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyjar tekur 2 tíma og 45 mínútur og akstur milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar er um 45 mínútur.

Við mælum með að bóka far með ferjunni með góðum fyrirvara.

Hér má sjá nánari upplýsingar um brottfarir ferjunnar.

Þegar til Vestmannaeyja er komið er flest allt í göngufæri. Hægt er að leigja Hopp eða panta leigubíl, símanúmerið hjá Eyjataxa er 698-2038.

Nýja Pósthúsið er í 10 mínútna gögnufæri frá höfninni.

Heimilisfangið hjá The New Post Office er Vestmannabraut 22, sjá mynd fyrir göngukort.