Gisting í Vestmannaeyjum

Ertu að leita að hóteli, íbúð eða gistingu í Vestmannaeyjum? Nýja Pósthúsið er upplagt fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur, barnafólk, vini og vandamenn.

Nýja Pósthúsið er íbúðahótel með 17 fullbúnum íbúðum 28-38 fermetrum að stærð. Við erum staðsett á Vestmannabraut í hjarta bæjarins. Það eru næg bílastæði við íbúðahótelið en stutt er í alla þjónustu, verslanir, kaffihús og veitingastaði.

Íbúðirnar eru með fullbúin eldhús og því er ekki boðið upp á morgunmat. Stutt er í næstu matvöruverslun, veitingastaði og kaffihús.

2ja herbergja íbúðirnar

 • 30-38 fermetra íbúðir með einu svefnherbergi
 • Tvö einbreið eða stórt tvíbreitt rúm ásamt svefnsófa, svefnaðstaða fyrir 2-4 manns
 • Fullbúið eldhús og eldhúsborð
 • Baðherbergi með sturtu og hreinlætisvörum
 • Snjallsjónvarp með aðgang að Netflix
 • Sér svalir


Stúdíóíbúðirnar

 • 28 fermetra stúdíóíbúð
 • 140 cm rúm og svefnsófi, svefnaðstaða fyrir 2-3 manns
 • Fullbúið eldhús og eldhúsborð
 • Baðherbergi með sturtu og hreinlætisvörum
 • Snjallsjónvarp með aðgang að Netflix
 • Sér svalir
 

 

Bóka gistingu
Sjá lausar nætur hér eða hafið samband á info@thenewpostoffice.is. Við erum líka á Facebook og Instagram.

Önnur gisting
Einnig bjóðum við upp á einbýlishús og lúxusíbúðir undir merkjum Westman Islands Villas & Apartments.

Stórir árlegir viðburðir í Vestmannaeyjum:
Þrettándinn (janúar)
Puffin Run – maí (fyrsta laugardag í maí)
Sjómannadagurinn (júní)
TM-mótið – júní (í byrjun eða um miðjan mánuð)
Orkumótið – júní (seinni part eða í lok mánaðar)
Goslokahátíð – júlí (fyrsta helgin í júlí)
Þjóðhátíð – ágúst (fyrsta helgin í ágúst)
Lundapysjutímabilið (ágúst-september)

 

Annað
Golf og gisting í Vestmannaeyjum