Golf og gisting í Eyjum - verð frá 39.900 kr.

Nú er upplagt að skella sér til Eyja, taka golfhring á einum fallegasta golfvelli landsins og njóta alls þess besta sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða.

Golfvöllurinn hér í Vestmannaeyjum er talinn vera einn besti golfvöllur landsins. Þetta er 18 holu völlur á einstöku landsvæði og þykir með þeim skemmtilegustu, þó víða væri leitað.

Nýja Pósthúsið er staðsett í hjarta bæjarins og því aðeins 5-6 mínútna akstur að golfvellinum. Gestir okkar hafa aðgang að sameiginlegri geymslu hér á hótelinu þar sem hægt er að geyma golfsett og annan búnað.

Þetta tilboð miðast eingöngu við tvo í 2ja herbergja íbúð og hægt er að velja eina eða tvær nætur, og ýmist einn eða tvo golfhringi á mann. 

Íbúðirnar eru með fullbúin eldhús og því er ekki boðið upp á morgunmat. Stutt er í næstu matvöruverslun, veitingastaði og kaffihús.

2ja herbergja íbúðirnar

  • 30-38 fermetra íbúðir með einu svefnherbergi
  • Tvö einbreið eða stórt tvíbreitt rúm
  • Fullbúið eldhús og eldhúsborð
  • Baðherbergi með sturtu og hreinlætisvörum
  • Snjallsjónvarp með aðgang að Netflix
  • Sér svalir

 

Verð frá 39.900 kr. miðast við eina nótt fyrir tvo í 2ja herbergja íbúð, og einn golfhring á mann.

Þú getur bókað gistingu og golfhring hér á vefnum.

Tilboðið gildir ekki fyrir aðrar týpur af íbúðum, né annan fjölda en tvo.

Ferðin til Eyja
Herjólfur er með 14 brottfarir á dag milli lands og eyja. Siglingin tekur 35-40 mínútur en akstur á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar er tæplega 2 tímar. Í einstaka tilfellum siglir ferjan frá Þorlákshöfn og tekur þá siglingin 2 tíma og 45 mínútur, en akstur frá Reykjavík til Þorlákshafnar er 45 mínútur. Nánari upplýsingar á vef Herjólfs.

Nýja Pósthúsið er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Vestmannaeyjahöfn.

Afþreying í Vestmannaeyjum
Eyjarnar iða af lífi á þessum árstíma. Sprangan er einn af þessum „must do“ hlutum þegar eyjarnar eru heimsóttar. Vinsælt er að ganga upp á Eldfell en það tekur um hálfa til eina klukkustund, en þar er frábært útsýni yfir eyjarnar. Hægt er að finna fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir inná vef Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að leigja fjallahjól, fara í fjórhjólaferð, Rib safari, bátsferðir eða bóka aðra afþreyingu, hægt er að sjá hvað er í boði inná Visit Vestmannaeyjar.  

Í Vestmannaeyjum er gott úrval veitingastaða þar sem hægt er að gera vel við sig í mat og drykk, við mælum sérstaklega með GOTT á Bárustíg 11. Pítsugerðin er einnig á Bárustíg en þar fást frábærar pizzur til að taka með. Slippurinn hefur slegið rækilega í gegn en þau nota staðbundið og árstíðabundið íslenkt hráefni. NÆS, systurstaður Slippsins, býður upp á mat og drykki öll kvöld og bröns um helgar. Brothers Brewery, handverksbrugghús hefur slegið í gegn fyrir frábæran bjór og góða stemningu. Í sömu götu er Frúin góða vínbar.

Fyrir gott kaffi og bakkelsi þá er Vigtin Bakhús á Tangagötu alveg upplagt, þau opna snemma á morgnana og loka seinni partinn. Við höfnina er einnig veitingastaðurinn Tanginn.

Eldheimar, safn minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum er einstök upplifun sem lætur engan ósnortinn.
Sagnheimar, byggðasafn og náttúrugripasafn Vestmannaeyja.
Hjá Sealife Trust er m.a. hægt að heimsækja mjaldrasysturnar Litlu-Hvít og Litlu-Grá.
Sundlaugin í Vestmannaeyjum er alltaf vinsæl, þar er bæði inni og útilaug, tvær stórar rennibrautir ásamt ýmsum öðrum leiktækjum og heitum pottum.

Bóka gistingu
Sjá lausar nætur hér eða hafið samband á info@thenewpostoffice.is. Við erum líka á Facebook og Instagram.

Önnur gisting
Einnig bjóðum við upp á einbýlishús og lúxusíbúðir undir merkjum Westman Islands Villas & Apartments.

Golfvöllur Vestmannaeyja

Völlurinn er einn sá rómaðasti á Íslandi og dregur að sér golfara jafnt innlenda sem erlenda. Völlurinn er staðsettur inni í Herjólfsdal og því er náttúrufegurðin gríðarlega mikil.

Fyrstu 9 holurnar liggja inní dalnum á meðan seinni 9 holurnar eru við Hamarinn. Nánari upplýsingar um golfvölinn má finna hér.